Frettir af Syrlandsforum

Godan daginn oll
I gaer for hopurinn ut um vidan voll her i Aleppo, skodadi Tjodminjasafnid sem er einkar adgengilegt og merkir gripir thar til synis tho erlendir fornleifamenn sem unnu her vid uppgroft og rannsoknir medan Frakkar redu her hafi tekid oteljandi vermaeti med ser og ymist sett upp i sinum gordum eda i besta falli komid theim a sin sofn sem vitanlega hardneita ad skila theim.
Menn foru upp i Aleppokastala og skodudu hann i krok og kring og sidan geystust allir um markadinn sem er allt odruvisi en i Damaskus, thessi er raunar sa staersti i landinu, alls um 12 km og hafa menn tekid stormiklum framforum i prutti thessa daga og sumir ordnir hreinustu kunstnerar.
Eftir samlokumiddegisverd var farid ut til Simonarkirkjunnar klst ferd fra Aleppo og sogd sagan af furdufuglinum theim og thegar hopurinn bjost svo til ad halda heim a leid kyerdi odlingsbilstjorinn Rami nidri thorpid thar sem Simon sleit barnsskonum og a fridsaelum stad var thar stoppad og toku their Maher fararstjori og Rami til ospilltra malanna ad bera arak i hopinn. Thetta maeltist vel fyrir og vid sungum oll helstu login islensk sem eiga vid a stundu sem thessari og skemmtum okkur datt. A heimleidinni flutti Einar svo mongolskan song vid tvilikar undirtektir ad allt aetladi um koll ad keyra og um tima ottudumst vid ad Rami thessi fini bilstjori myndi keyra utaaf tvi hann var svo gagntekinn ad horfa og hlyda a Einar,
Hildur Eythorsdottir atti afmaeli i gaer og var sunginn afmaelissongurinn og skalad fyrir henni med jofnu millibili.
Nuna a eftir forum vid til Damaskus, skodum Krak de Chevaliers a leidinni og sidan er hadegisverdur a veitingahusi vid kastalann i bodi Jasmin ferdaskrifstofunnar. Vid lendum i Damaskus um sex leytid i kvold og verdum a Plazahoteli
\Svo vil eg koma ad skilabodum fra Fridu> Vala Osk viltu fara inn a postinn thinn
Bless i bili