prófa

Síðan hefur verið flutt á annan og vonandi betri server.

http://www.johannaferdir.blogspot.com/

VELKOMIN.

Hvað hugsa menn í erl. fréttum í íslenskum fjölmiðlum eða hugsa þeir yfirleitt

Þessari síðu er ekki ætlað að fjalla um pólitík í Miðausturlöndum enda er það flókin tík.

En einatt hvarflar að mér hvort fréttamenn á íslenskum fjölmiðlum og skrifa um erlend málefni viti hreint ekki í hausinn á sér og tvísögnin og margsögnin og vitleysan er stundum svo mikil að það gengur fram af mér.

Í Morgunblaðinu í dag er til dæmis sagt frá því að hópur Michels Ayuns sem er forsvarsmaður örgahóps kristinna í Líbanon styðji mótmæli gegn stjórn Fuads Siniora forsætisráðherra og sé því sammála þeim varhugaverðu mönnum sem mér skilst að Hizbollah sé.

Þeir vilji koma Siniora frá vegna þess að þeir (og um fram allt Ayun sem var raunar í útlegð árum saman og kristnir menn í Líbanon voru ekki of lukkulegir þegar hann sneri heim úr útlegð því hann hafði ansi hreint grugguga samvisku)gruni Siniora um að vera hliðhollan Vesturlöndum og þá væntanlega Bandaríkjunum meðtöldum. Í næstu setningu er svo tekið fram að Líbanir þessir gruni stjórn Sýrlandinga um morðið á Pierre Gemayel, ráðherra sem er Maroniti og var skotinn nýlega.

Og því má spyrja: Hvernig kemur þetta heim og saman? Eru sýrlenska stjórnin ekki örugglega svakalega mikill óvinurr Vesturveldanna og þá ekki síst Breta og Bandaríkjamenna. Er stjórnin í Damaskus ekki óalandi og óferjandi að mati Vesturlanda af því hún tregðast við að hlýða Vesturveldunum( í flestum tilvikum samasem Bandaríkjamönnum)?Hvernig kemur þetta heim og saman. Ég fæ ekki almennilega séð það.

Og svo njóta Hizbollar (sem eru sjítar) stuðnings Sýrlendinga sem eru sunnítar að miklum meirihluta.......ætli fréttamenn reyni aldrei að lesa sér til hvað þá setja atburði og annað í samhengi svo það sé einhver glóra í því sem þeir matreiða ofan í okkur?

Sem betur fer vona ég að VIMA félagar og aðrir þeir sem hafa ferðast til þessara landa hugsi sig amk tvisvar um áður en þeir gleypa svona blaður og hreinustu vitleysu án þess að þessu sé dýft ofan í pottinn hvað þá meira.

Enn liggur bloggið í dvala - stórmyndarleg gjöf frá Hjallastefnunni

Bloggið er í kuðli enn, ætla að athuga hvort þetta fer í gegn. Mér skilst að Google hafi keypt þetta og síðan hafi þjónustan snarlega versnað.

Aftur á móti verð ég að láta ykkur vita að Hjallastefnan hefur gefið 100 þúsund krónur í Jemenverkefnið okkar og mikið lof á Margrét Pála frumkvöðull hennar fyrir rausn og velvild.

Finnst ástæða til að þakka virktavel fyrir það.
Vona ég geti látið í mér heyra upp úr helginni á nýrri addressu(fyrir síðuna altso)

Enn verður dráttur á að nýtt heimilisfang fáist

Bara til að segja ykkur það. Því miður virðist bloggið vera í klúðri.
Læt vita strax og lagast. Kákasuslönd eru þó komin inn þó þurfti að laga uppsetningu.

Er að breyta addressu á síðunni

Segi ykkur nýja netfangið seinna í dag, þriðjudag. Gjörið svo vel og láta það ganga sem víðast. Hér ráða tæknilegir örðugleikar, ekki mistök.
Heyrumst og orðsending sem ég vonast til að koma inn síðdegis er verulega áríðandi.
Endurtek áríðandi

Kvaddur góður félagi

Pétur Guðmundsson, elskulegur ferða- og VIMAfélagi er kvaddur í dag í Háteigskirkju en verður jarðsettur í Strandakirkju í Selvogi á morgun.

Pétur var ljúfur maður sem var gott að kynnast og vera með á ferðalögum. Forvitinn, fróður og glettinn. Drengskaparmaður. Þannig kom hann mér fyrir sjónir og þannig minnast þeir hans áreiðanlega sem kynntust honum meira en ég.

Mér þykir ákaflega vænt um að hann og Sveinn, ásamt með Guðmundi föður Péturs voru í fyrstu Íransferðinni í mars s.l. Þeir Sveinn höfðu ákveðið að koma í Sýrlandsferð fyrir tveimur árum en vegna veikinda varð hann að fresta því. Þá ferð fóru þeir svo með mér í apríl s.l. Ég held þeir hafi verið glaðir yfir því og nú við leiðarlok er ég það líka.

Ég er sannfærð um að ferðafélagar Péturs og Sveins og aðrir VIMAfélagar sem kynntust honum taka undir samúðarkveðjur til mannsins hans, foreldra og systkina. Og til allra þeirra mörgu sem þótti vænt um hann.