Frettir af Syrlandsforum

Gledilega paska oll
Hopurinn var ad renna i hlad i Aleppo eftir godan dag, thar sem farid var fra Palmyru i morgun, komid vid hja baendafjolskyldu a leidinni og skrafad og skeggraett og vitanlega bodin i te. Til Afameu me smaklosettstoppi i Hama og thar keyptum vid nesti og nyja sko og heldum svo til Afameu theirrar miklu vagnlestaborgar i Orontosdalnum. Satum a morg thusund ara gomlum sulnagrotum og snaeddum nestid rett eins og syrlensk fjolskylda sem var lika i utilegu.
Veran I Palmyru heppnadist afskaplega vel. Thar fellu margir i stafi yfir fortidardyrd og storkostlegum byggingum og er tho adeins litid brot sem grafid hefur verid upp. Ymsir brugdu ser a ulfaldabok og theystu um rustirnar. Siddegis bodudu menn sig i sundlauginni a hotelinu og um kvoldid horfdum vid a Palmyrusvaedid og vinina ofan af fjallinu og vorum thar til solaralags en tha budu Gudrun Valgerdur og Elvar upp a arak og sidar thegar nidur kom hafdi Rami bilstjori hitad te handa ollum og Maher gaed skaust um med kokur. Eftir kvoldmatinn skruppu allmargir ut i beduinatjald og fylgdust med spilverki og donsum.
Thad er finasta stemning i hopnum og i morgun var Frida serstaklega hyllt vegna sins merkisafmaelis og mun henni verda borin afmaelisterta eftir matinn a eftir.
Allir bidja fyrir bestu kvedjur og their sem fengu kvedjur nuna svara theim gladlega i somu mynt. A morgun skodum vid okkur um i Aleppo og verdum adra nott her en holdum aleidis til Damaskus a thridudag og tha sendi eg smapistil.