Ríflega hundrað manns á stofnfunda VIMA- Vina og menningarfélags Miðausturlanda

Í dag héldum við stofnfund Vina og menningarfélags Miðausturlanda. Þyrptust um
hundrað manns og vel það í sal Reykjavíkurakademíunnar til að taka þátt í því og láta sömuleiðis í ljós velþóknun á framtakinu.
Guðmundur Kr. Guðmundsson var skipaður fundarstjóri og eftir að ´JK hafði flutt stutta tölu um aðdraganda og ástæður stofnunar félagsins og þann mikla áhuga sem væri á Miðausturlöndum meðal manna, voru lesin upp og samþykkt með smáviðbót lög félagsins. Í stjórn voru kosin: Jóhanna Kristjónsdóttir, formaður, Edda Ragnarsdóttir, varaform, Guðlaug Pétursdóttir, gjaldkeri, Ragnheiður Gyða Jónsdóttir, ritari og Birgir Johnsson, varamaður. Guðrún S. Guðjónsdóttir var kosin endurskoðandi.
Að fundarstörfum loknum var ys og þys í kringum Guðlaugu sem hafði varla undan að skrá nýja í félagið, aðrir fengu sér kaffi og spjölluðu saman og nokkrir komu seint en vildu ekki láta hjá líða að vera með. Þetta var allt hið ágætasta mál og allmargir tóku áætlanir um fyrirhugaðar ferðir og enn aðrir skutluðu fram hugmyndum um næstu fundi VIMA.
Guðmundur Kr. sleit svo fundi og voru allir harla glaðir yfir því hversu vel tókst til.
Vegna fyrirspurna sem ég hef fengið í kvöld skal tekið fram að þeir sem gerast félagar á fram til 25.maí teljast stofnfélagar VIMA