Ábending til félaga VIMA

Mig langar að koma því enn og aftur á framfæri að Hugarflug-johannatravel er EKKI ferðaskrifstofa og sér ekki um sölu á farmiðum eins og ráðuneyti Samgöngumála virðist telja eftir að hafa nú í tvígang eða þrígang fengið senda síðuna frá sama "velþenkjandi" aðila og fyrr. ALLIR miðar eru fengnir hjá Flugleiðum og því er Hugarflug-JohannaTravel ekki ferðaskrifstofa.
Það getur varla verið bannað að fólk í félagsskap taki sig saman og fari í ferðalag.
Erlendis sjá útlendar ferðaskrifstofur um okkur.
Svo hvað er málið. Kannski er lítið að gera hjá viðkomandi alteknum "hugsjónamanni - eða konu". Væri gott að fá stuðningsyfirlýsingar frá ykkur. Ekki hástemmdar lýsingar í hamingju bænum. Bara að VIMA hefur rétt til að starfa eins og það hefur gert. Vima er löglegt félag með kennitölu og stefnuskrá og vill beita sér fyrir að kynna Miðausturlönd. Og fólk græðir manneskjulega á að fara í þessar ferðir. Eða ég vona það.