SENDUR SPURNINGALISTI TIL FÉLAGA

Eygló Ingvadóttir kom á dögunum með þá snjöllu hugmynd - sem hennar er von og vísa - að senda út spurningalista til félaga sem hafa farið í ferðirnar til að athuga hvað þeim hefði hugnast, hvað síður og umfram allt hvort eitthvað mætti bæta. Nú snaraði ég saman slíkum lista og dreifði á emaili til þátttakenda í síðustu tveimur ferðum. Þar sem allmargir úr ferð númer eitt hafa ekki imeil og það á við um nokkra í ferðunum sl. september og nú í apríl mun ég senda lista í pósti til þeirra eftir helgi.

Það skiptir miklu máli að fólk verði duglegt að svara þessu. Með því fæst hugmynd um hvað má betur fara, hverju ætti etv að sleppa og hvað leggja meiri áherslu á.

Svo verið endilega spræk í að svara listunum. Veðrið í dag er til þess. Það er sjálfsagt að kjósa og þá má ekki heldur vanrækja að horfa á fótboltann á eftir en SVARIÐ LISTASPURNINGUNUM OG SENDIÐ EINS FLJÓTT OG UNNT ER.