Breytingar á Sýrlands og Líbanonsferð komnar inn

Það hefur verið vesen á blogginu mínu síðustu daga en nú eru breytingar við Sýrlands/Líbanonsferð komnar inn.

Af fenginni reynslu ákvað ég að skera einn dag af Líbanon. Sleppa Sidon og þetta þýðir eins dags gróða í Sýrlandi sem verður í Aleppo. Ég hygg að allir verði ánægðir með það.

Varðandi hina merku skoðanakönnun berast enn svör, hægt og bítandi og takk fyrir það. Gott að sjá hvað umsagnir eru jákvæðar.
Seinni part næstu viku ættu verulega marktækar niðurstöður að vera ljósar.

Þá er tölvugúrúinn og ömmustelpan, Vera Illugadóttir, komin úr flandri með foreldrum og bróður. Til stendur að hún aðstoði mig um helgina við að setja myndir inn á síðuna og skyldu menn endilega fylgjast með því.
Það duttu út tveir úr Sýrlandsferð og Líbanonsferðinni og því geta aðrir bæst í hópinn.
Látið frá ykkur heyra SNARLEGA!