DAMASKUS OG PALMYRA SIGURVEGARAR

Það held ég skíni nú sólin hérna á Drafnarstígnum og vona að allir séu í sólskinsskapinu sínu.

Hef haldið áfram minni merku rannsóknarvinnu á því sem kemur fram í spurningalistunum.
Áður hef ég getið þess að  ferð hópanna í flóttamannabúðirnar Sjabra og Sjatila í Beirút er það sem stendur upp úr þótt það hafi vitaskuld ekki verið skoðunarferð í hefðbundnum skilningi.

En af skoðunarferðunum má sjá að ferðin yfir eyðimörkina til Palmyra og ferðin um hana hefur orðið fólki hugstæð.
Damaskus er kannski enn óumdeildari sigurvegari því nánast allir geta um hvað þeir hafi hrifist af þeirri borg.
Meðal þess sem er áberandi annað er Baalbek, Malulah, Jeitahellarnir og þjóðminjasafnið í Damaskus og ferðin út til Byblos hefur einnig mælst vel fyrir.

Margir tala um að þeir hefðu ekki viljað missa af neinni skoðunarferðanna.

ÖRYGGI: Allir segja að þeim hafi fundist þeir fullkomlega öryggir

VERÐ:  Flestir= verð sanngjarnt, nokkrir taka fram að þeim finnist ferðin hafa verið ódýr miðað við hversu mikið var innifalið.

Ferð aftur á svipaðar slóðir? meirihluti segir já
Einnig lætur meirihluti í ljós áhuga á ferðum til fleiri arabalanda.

Ferðin í heild fékk einkunnina 9,5.
Rösklega helmingur gaf henni 10 eða 10+.

Svo þetta er allt hið besta mál. Eins og áður segir fáum við fósturmæðgur Ragnheiður Gyða og ég afskaplega góða útkomu. Takk fyrir það.