FUNDUR MEÐ LÍBANONS OG SÝRLANDSFÖRUM

Þann 21.ágúst n.k. verður fundur með Líbanons og Sýrlandsförunum sem leggja í hann 3.september. Við hittumst í gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu kl. 14, fáum okkur kaffi og rúsínur og spjöllum saman. Afhentir farmiðar og önnur ferðagögn, svo sem nákvæm ferðalýsing, nöfn yfir hótel og símanúmer þeirra, merkislaufur og barmmerki. Listi yfir ferðafélaga og hagnýtar ráðleggingar og fleira smálegt.
Aðkallandi er að allir mæti og ef einhver sér fram á að komast ekki verður að senda einhvern fulltrúa. Nauðsynlegt er að allir hafi borgað ferðina þegar fundurinn verður.
Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að þeir sem hafa beðið um eins manns herbergi í reisunni borga það beint til Jasminferðaskrifstofunnar þegar út er komið. Venjan hefur verið að sú upphæð sé innheimt fyrsta kvöldið í Damaskus.

Ég hef heyrt á ferðalöngunum væntanlegu að þeir eru fullir tilhlökkunar og hafa keppst við að lesa sér til um svæðið upp á síðkastið.

Sjáumst kát og glöð laugardag 21.ág kl.14 í gamla stýrimannaskólanum.