Glefsur úr svörum

Áður hef ég minnst á að förin í flóttamannabúðirnar snart fólk mjög djúpt. En fleira var þeim eftirminnilegt.
Hér á eftir nokkur svör við því sem ógleymanlegast varð nokkrum félaganna sem þegar hafa sent mér svör:

"...til dæmis hvað Omijadmoskan er afskaplega falleg, hughrifin að keyra langa lengi í eyðimörkinni og svo birtist Bagdad Cafe allt í einu...Mannlífið á mörkuðum og vinsamlegt fólkið. Allar þessar frægu fornminjar sem eiga sér sína sögu."

" Sólarupprásin í Palmyra.."

"Hvað ég var örugg. Einhvern veginn eru fréttir svo neikvæðar úr þessum heimshluta að jafnvel þótt JK hefði sagt okkur að við hefðum engu að kvíða, verður maður sennilega að reyna það sjálfur."

"ég kolféll fyrir Sýrlandi....Palmyra er stórkostleg..og bara allt."

..ferðin í heild, dag fyrir dag."

"..flest ef ekki allt"

"öll ferðin - en fólkið fyrst og síðast og svo Damaskus."

"fólkið og viðmót þess...sérstaklega í Sýrlandi

"ómótstæðilegir töfrar Sýrlands og Sýrlendinga. Ég hélt ég gæti ekki undrast lengur."

"tvímælalaust Baalbek. Og einnig hvað Sýrlendingar eru einstaklega viðfelldnir."

"Baalbek og svo dans (darvisjdansinn á Omijadveitingahúsinu) drengjanna síðasta kvöldið í Damaskus. Mér fannst þeir stórkostlegir."

"Rústaborgnirnar og hvað þær hafa verið stórfenglegar. Einnig kunni ég vel við mig í Damaskus."

"það er erfitt að segja. Mikill munur á Líbönum og Sýrlendingum. Mér fannst gaman að sjá Byblos vegna þess að það er svo líkt Mykenu sem er ekki skrítið þegar sagan er skoðuð...stóru borgirnar Beirut, Aleppo og Damaskus ery eftirminnilegar vegna þess hve ólíkar þær eru..."

"...tyrkneska baðið í 800 ára gömlu höllinni í Damaskus"

"leiðin yfir eyðimörkina til Palmyru og sólarupprásin. Bagdadkaffi, markaðurinn í Damaskus. Beirut með öllum sínum andstæðum, hliðið við austanvert Miðjarðarhaf."

Læt þetta duga í bili. Svör um hvort hugmyndir hafi breyst eftir að hafa farið koma í kvöld eða á morgun.