HAUSTFERÐ TIL JEMENS AFLÝST

Leiðinlegt að tilkynna það en verður ekki hjá því komist að aflýsa ferðinni til Jemens og Jórdaníu í haust. Þátttaka var ekki næg. Ég býst við það hafi verið bjartsýni að ætla að hægt væri að efna til tveggja slíkra ferð á fyrsta árinu meðan maíferðin hefur ekki spurst út til fleiri. Held að óhætt sé að fullyrða að allir sem tóku þátt í henni hafi verið í sjöunda himni. Þess vegna er ég líka bjartsýn á að það takist að hafa ferð þangað næsta vor.

Tek fram að menn eru þegar byrjaðir að skrá sig í Egyptaland og Sýrland/Líbanon næsta vor án þess að dagsetningar liggi fyrir. Dagsetningar munu birtast eins fljótt og unnt er. Fjöldi í Egyptalandsferð verður takmarkaður þar sem þetta er fyrsta ferð VIMA-félaga. Þess vegna er aðkallandi að menn sendi að minnsta kosti til mín viljaupplýsingar. Það sama á við um Sýrland.

Fundur um þessar ferðir með áhugasömum verður væntanlega um miðjan október. Svo drífið í að láta heyra frá ykkur, kæru VIMAR.