MARKTÆKAR TÖLUR ÚR SPURNINGAKÖNNUN

Jæja, góðan og blessaðan daginn félagar
 
Nú hafa tveir þriðju sent inn svör við spurningalistum og harla marktækar niðurstöður liggja fyrir.
Hér á eftir koma einkunnir hótela og leiðsögumanna, svo og matar.
 
Maturinn hlaut meðaltalseinkunnina 8,0.
Flestir fóru um hann fallegum orðum, en sumum fannst hann fábreyttur ´- væntanlega eru menn að hugsa sér í lagi um mezze forréttina, sem er bara fastur liður. Menn stungu upp á að oftar væri borðað utan hótela. Það er gott og gilt í sjálfu sér en meðan ferðamannaþjónusta í Sýrlandi er ekki viðameiri er óskað eftir því að gestir séu í hálfu fæði.
 
Hótel Duroy í Beirút er með 8.05
Hótel Bliss í Beirút er með    7,70
 
Hótel Plaza í Damaskus er með 7,20
 
Planet Pulse í Aleppo    7,5
Amir Palace í Aleppo    7,8
 
Heliopolis í Palmyra      8,6
Cham Palace í Palmyra 8,5
 
Flestir létu í ljós einhverja óánægju með Plaza í Damaskus. Það væri lúið og sumum fannst það sjúskað og svo framvegis.
Sjálfsagt að geta þess sem ég hef minnst á fyrr að í septemberferðinni skiptum við Plaza út og verðum á Hotel Damascus International.
 
Leiðsögumennirnir :
Maher 9,4
Hæþam 8,3
Nissrin 6,6
 
Umsagnir um þá voru af ýmsu tagi. Maher fékk margar ákaflega fallegar umsagnir með einkunninni sinni. Það fékk Hæþam líka og greinilegt að hann hefur náð til fólks sem leiðsögumaður. Nissrin fær afskaplega sveiflóttar umsagnir, allt frá falleinkunn og upp í 9. Meirihluti þeirra sem hafði hana alla dagana í septemberferðinni sýnir henni umburðarlyndi og flestir gera sér grein fyrir góðum vilja en taka fram að hún hafi ekki kunnað að takmarka mál sitt og verið of nákvæm í lýsingum.
 
Þetta er gagnleg og góð útkoma. Svo koma vonandi svör frá þessum þriðjungi sem enn vantar. Er virkilega kát yfir því hvað undirtektir við þessu hafa verið góðar.
 
Fer yfir skoðunarferðir næst.