TILKYNNING UM FERÐIR 2005 ´BIRTIST FLJ'OTLEGA

Senn heldur hópur í Sýrlands/Líbanonsferð, nánar tiltekið 3. sept. Það verður vonandi allt til sóma og gott lið þar eins og fyrri daginn, sýnist mér.

Eins og útlitið er í augnablikinu sé ég ekki betur en ég verði að aflýsa Jemen Jórdaníuferðinni í septemberlok. Sennilega var það bjartsýni að búast við að hægt væri að hafa tvær ferðir fyrsta árið áður en ferðin hefur náðst að spyrjast til allrar þjóðarinnar. Það verður tilkynnt um mánaðamótin.

Ferðir á árinu 2005 munu svo senn spretta upp úr hatti johannatravel um miðjan ágúst. Ef að líkum lætur verða þær
1.Egyptaland í mars
2.Líbanon/Sýrland í apríl
3.Jemen/Jórdanía í maí
4. Íran/Sýrland í september
5. Óman í nóvember

Allt auðvitað eftir því hvernig þátttaka verður. Ættu nú VIMA félagar að taka höndum saman hið snarasta og fylkja liði OG safna liði.

Látið heyra frá ykkur, kærurnar mínar. Hugmyndabankinn gefur góða vexti.