TILNEFNINGAR Í MAHER-NEFNDINA

Góðir hálsar
Eins og allir VIMAfélagar ættu að vita fékk Fríða Björnsdóttir, blaðamaður, þá góðu hugmynd í ferðinni til Líbanons og Sýrlands í apríl sl. að VIMA ætti að bjóða okkar ljúfa sýrlenska fararstjóra Maher Hafez að koma í Íslandsheimsókn 2005 og fylkja sér vonandi í flokk hinna hugþekku Íslandsvina.
Maher hefur tekið þessu af miklum fögnuði og bendir flest til að af þessu verði í júní á næsta ári eins og áformað var.
Stjórn VIMA kemur saman ef guð lofar fyrir 10.ágúst. Þá ætlum við að skipuleggja vetrarstarf, fundi/uppákomur og þess háttar. Við þurfum einnig að áætla út svona nokkurn veginn hvað hver mundi leggja út í peningum til að þetta lukkist nú allt vel og dægilega.
Einnig langar okkur að biðja félagsmenn að koma með hugmyndir og tillögur um hvernig þessari heimsókn skuli hagað. Best er að setja nefnd í málið og óskað er eftir tilnefningum og hugmyndum af öllu tagi. Og sem fyrst.
Hvet ykkur eindregið til að láta í ykkur heyra.