Bók um arabískar konur

Þá er um að gera að segja frá því að í október kemur út bókin mín um konur í fjórum arabalöndum, Óman, Sýrlandi, Jemen og Egyptalandi. Þessi bók er byggð á viðtölum við konurnar og ég hef unnið að þessari bók með hléum í tvö ár.
Þarna er spjallað við konur á öllum aldri og úr öllum stéttum. Meðal annars við í Óman: mirrusöludrottningu, tvær þingkonur, hjartalækni, stelpu á Netkaffi, saumakonu og kennara
Sýrland: lyfjafræðing,ráðherra og drúsakonu sem er blaðamaður
Egyptaland: hagfræðing, sagnfræðing, húsfreyju, ræstistúlku, og kvenfélagskonu
Jemen: kennari, nemandi, 14 ára kaupkona, þýsk kona sem hefur búið í Jemen í áratugi og svo framvegis.
Eins og við vitum eru alls konar ranghugmyndir á kreiki um konur í arabalöndum og þessari bók er ætlað að skýra þeirra sjónarmið.
Þetta er ekki fræðibók á neinn hátt heldur persónuleg upplifun mín af þessum konum.
Hún kemur út um miðjan október insjallah. Vona VIMA félagar hafi áhuga á henni og láti tíðindin berast.

Loks má svo benda á að seinni partinn á morgun verða vonandi komnar inn myndir úr ferðunum
til Jemen/Jórdaníu og Sýrlandi og Líbanon. Ef guð lofar.
Sæl að sinni. Vona þið sendið síðuna áfram.
Látið svo halda áfram að rigna inn viljayfirlýsingum.