EGYPTALANDS'AÆTLUN komin inn

Þá er einn blíðudagurinn enn. Vinsamlegast kíkið á Egyptaland. Þar er ný og fullkomin áætlun komin inn. Breyting á brottfarardegi er 20. í stað 18. Heimkoma er 30.mars. Á ekki von á að það raski neinu hjá ykkur.
Ég ákvað að bæta Aswan inn því það er eiginlega út í móa að fara til Egyptalands og niður til Lúxor og sleppa Aswan.
Mér finnst áætlunin mun betri svona. Við munum nota Malev frá Kaupmannahöfn. Það hefur tafist að setja endanlega áætlun inn því ég hef verið að bagsa við að fá skikkanlegt flugfargjald. Nú ætti það að vera komið.
Eftir sólarmerkjum að dæma er mikill áhugi á þessari ferð og því hvet ég menn til að staðfesta áhuga sinn. Endurtek þó að nokkrir hafa nánast bókað sig svo þeir þurfa ekki að láta vita af sér.
Fundur verður um þessa ferð í október. Það eru ýmsir veltandi og vaggandi.Væri nú ráð að rétta vaggið af og tjá vilja sinn formlega.