Höfundar myndanna--bókamál og fleira smálegt

Það kom ekki fram í tilkynningu nema til sumra að höfundar myndanna sem merktar eru undir Sýrland eru þau hjón Elvar Ástráðsson og Guðrún Valgerður Bóasdóttir. Á myndakvöldinu í vor færðu þau mér þennan disk. Sama er að segja um þann sem er á síðunni merktur Líbanon og er raunar einkum og aðallega frá Sýrlandi er eftir Margréti Hermanns Auðardóttur. Þökk sé þessu ágæta fólki.
Jemenmyndirnar sem eru komnar inn eru teknar af JK í hinum ýmsu ferðalögum. Svo bætist vonandi við myndahrúga Elínar Elísdóttur frá Líbanon og Sýrlandi á næstunni og eins Jemenmyndir í þann dálk sem teknar voru í ferðinni í vor.

Vil einnig taka fram að undirtektir hafa verið góðar við bókinni minni um arabískar konur og VIMAfélagsKONUR hafa skráð sig á lista. Bíð með öndina í hálsinum eftir fyrsta kk áhugamanni en hvet ykkur til að láta mig vita.

Þá hef ég fengið nokkrar hvatningar um að enginn gleymist þegar fundir verða tilkynntar. Engin hætta á því. Gjaldkeri VIMA Guðlaug Pétursdóttir mun senda út félagsgjaldarukkun eftir mánaðamótin og einnig verður séð til þess að þeir sem ekki hafa imeil fái upphringingu eða bréf. Einnig bið ég þá sem hafa imeil að láta upplýsingar ganga eins og margfætlu.

Sé ekki betur en félagar séu langt komnir með að fylla Egyptalandsferð. Er að vonast eftir að geta síðar í dag sett inn fyllri dagskrá þar og nákvæmara verð.

Sýrland/Líbanon er á góðu róli og Jemen/Jórdanía líka þó mér finnist menn full hikandi þar. Mætti segja mér að allir þátttakendur í maíferðinni ljúki upp einum munni um að sú ferð sé mjög spes og einstök.
Látið í ykkur heyra, til þess er þessi síða.