HVAR ERU NÝIR F'ELAGAR?

Hér í vesturbænum rignir eina mínútuna og sólin skín hina næstu. Þetta er almennilegt íslenskt veður og ekki svona miðevrópsk lulla eins og geisað hefur í allt sumar.

En vel að merkja, mín kæru. Aðeins fjórir félagar hafa látið í sér heyra og sent nöfn nýrra félagsmanna.

Takið ykkur nú tak og drífið í þessu.

Þá skal Hi Yaþess getið að áætlun um Egyptalandsferð og dagsetningar á ferð þangað í mars,

til Sýrlands og Líbanons í apríl og Jemen/Jórdaníu í maí birtast fljótlega upp úr helginni hér á síðunni.

En sem sagt vænurnar mínar, sendið nýja félaga.
Það lítur út fyrir að ekki verði vandkvæði að koma Egyptalandsferð á koppinn. Þar sem ég ætla að takmarka fjölda í allar ferðirnar er nauðsynlegt að fá viljayfirlýsingar sem allra fyrst. Þarf ekki að ítreka þær frá þeim sem þegar hafa látið í sér heyra.
Bregðið við og það skjótt. Fer senn til Sýrlands/Líbanons með hóp og þarf þá að geta sagt Halabi ferðaskrifstofuforstjóra dagsetningar á vorferðinni.