KARLMAÐURINN ER FUNDINN!/Mundið laugardagsfund

Þá hefur fyrsti karlmaðurinn skráð sig sem VIMU kaupanda að bókinni minni um arabískar konur. Ljómandi var ég ánægð með það. Hann er fyrrverandi nemandi minn á tveimur námskeiðum í arabísku og hyggur nú á nám í Egyptalandi á næstunni í málinu. Vil taka fram að ég fæ ekki nema einhvern takmarkaðan fjölda bóka á spes verði svo þið ættuð að láta mig vita fyrr en síðar hvort ég eigi að skrá ykkur fyrir eintaki.

Þá vil ég ítreka fund n.k. laugardag með hópnum sem fer til Líbanons og Sýrlands þann 3.september. Í gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu(fyrir enda Stýrimannstígs) kl. 14. Fundurinn stendur í klukkustund, varla öllu lengur enda menningarnótt hafin þó miður dagur sé og menn vilja væntanlega taka þátt í því húllumhæi.
Og vel á minnst: Reykjavík á afmæli í dag. Til lukku með það.