Mikil viðbrögð vegna framlaga til flóttamanna

Ágætu félagar
Það er mér sönn gleði að segja frá því að VIMA félagar hafa brugðist vel við þeirri hugmynd að senda smáupphæð í verkefni til menntunar stúlkna í flóttamannabúðunum í Sabra og Sjatilla í Líbanon.
Þær raddir hafa einnig heyrst í imeilum frá félögum að það væri verðugt verkefni ef við gætum á einhvern hátt gert fleira og m.a tekið að okkur að styrkja einn eða tvo til skólagöngu. Allt er þetta mikilsvert og mikilverðast þó að láta þetta fólk finna samhug og vilja til að veita aðstoð - og að sá vilji gufar ekki upp um leið og við erum komin í velsældina hér.

Þetta mál mætti kynna ítarlegar á haustfundi okkar VIMA félaga sem verður í október. Þá verðum við búin að stofna sérstakan reikning sem fólk gæti lagt inn á. Ef einhverjir fleiri vilja taka þátt í þessu fyrir þann tíma endilega leggið inn á reikninginn minn 1151 15 550 908. Kt. mín 1402403979.
Þakka svo virktavel þeim sem þegar hafa látið í sér heyra og munið að upphæðin skiptir ekki máli heldur hugur sem að baki býr. Tíu dollara muna fæsta um = um 720 kr. eða svo.