UPPLÝSINGAR UM FERÐIR 2005

Það hafa nokkrir VIMA félagar bæst við eftir hvatningarhróp í gær. En betur má ef duga skal.
Helga Garðarsdóttir, VIMA félagi sem er frábær hugmyndasmiður hefur stungið upp á að auðvelda fólki þetta með því að búa til tengil á síðuna sem fólk gæti einfaldlega ýtt á og látið fylgja nafn, heimilisfang, síma og netfang.
Elísabet tæknistjóri Ronaldsdóttir mun setja þetta inn á laugardag ásamt með fleiri myndum. Svo fylgist með um helgina.
EN bætið við félögum, einn eða tveir á mann er ekki óviðráðanlegt. Og sumir hafa ekki skráð sig inn þó ég viti að þeir vilja verða meðlimir.

Nú nú.
Hér koma lauslegar dagsetningar fyrir árið 2005. Athugið að þær eru birtar án ábyrgðar eins og vinningsnúmerin í happdrættunum og gætu breyst en þá bara um örfáa daga.

Egyptaland 18.mars-28.mars
Líbanon/Sýrland 10.-25.apr.
Jemen/Jórdanía 9.-25.maí

Og sem þessar dagsetningar eru nú birtar ætla ég að biðja alla sem vettlingi geta valdið að staðfesta áhuga sinn en endurtek að þeir sem hafa haft samband og skráð sig eru þegar á lista. Ansi margir hafa verið volgir og veltandi og ættu nú að hafa samband sem allra fyrst.

Varðandi Íran/Sýrland í september 2005 eru dagsetningar óljósar enda veit ég ekki um áhuga. Svo mér er nauðsynlegt að heyra frá þeim sem líta þá ferð hýru auga. Sú ferð verður örugglega nokkuð dýr miðað við hinar ferðirnar. En þeir sem hafa áhuga ættu að láta mig vita því ef við erum 15 og fleiri tekst að prútta verði niður.

Sýrlandsferð hækkar ekki og verður sama verð og er á septemberferð þe. 185 þúsund.

Ath. varðandi Jemen/Jórdaníu að verð hækkar sennilega EKKI á henni, en viðbætur:
ferð inn í Wadi Rum verður innifalin
svo og aukanótt í Amman

Jæja krúsirnar. Látið nú heyra frá ykkur.