Vilja einhverjir senda í flóttamannabúðirnar

Hugulsamur VIMU félagi hefur komið til mín peningaupphæð og vill með því sýna í verki að hann vill rétta hjálparhönd fólkinu í flóttamannabúðunum í Sabra og Sjatilla í Líbanon. Þetta fannst mér til slíkrar fyrirmyndar að ég varð að láta þetta koma fram.

Í aprílferðinni stungu tveir ferðafélagar einmitt upp á því að við létum smáupphæð af hendi rakna og lagði hver fram 10 dollara. Það rann í sérstakt verkefni sem er unnið í þágu menntunar fyrir stúlkur í flóttamannabúðunum.
Ef einhverjir hafa hug á að senda eitthvað smotterí er hægt að hafa samband við mig og mér er sönn ánægja að koma því í réttar hendur.
Hjá þessu fólki er eymdin mikil og í okkar allsnægtasamfélagi munar fæsta um að rétta hjálparhönd og vita að þeir peningar færu í verkefni sem vonandi kæmi fólki til góða.
Íhugið málið. Ég vonast til að einhverjir vilji leggja þessu lið.