Bókin Arabíukonur og Reikningsnúmer Naajdeh

Góðar og þakkarverðar undirtektir VIMA félaga urðu við bókinni minni Arabíukonur sem kemur út um miðjan október. Hún fjallar um konur í Sýrlandi, Egyptalandi, Óman og Jemen.
Ég get nú ekki lofað fleiri eintökum á VIMA-verði. Hins vegar tek ég niður nöfn og set þá viðkomandi á biðlista ef ég fæ fleiri eintök.

Vil einnig taka fram að fólk virðist telja að það verði sjálfkrafa félagar í VIMA ef það lætur í ljós áhuga á félagsskapnum eða spyrst fyrir um ferðirnar. Svo er ekki og menn þurfa að senda nöfn, símanúmer, heimilisfang og síma og netfang til mín. Vinsamlegast athugið það.

Þá er líka frá því að segja að félagar í ferðinni nú lögðu fram drjúga upphæð til Najdehverkefnisins sem er starfrækt í flóttamannabúðum Palestínumanna í Líbanon, auk þeirra peninga sem ég hafði meðferðis frá öðrum VIMA félögum.
Þessar þjálfunarstöðvar eru fjölmargar og beinist starfið einkum að því að aðstoða konur og börn við að afla sér menntunar og starfsþjálfunar. Þessar stöðvar eru reknar með fjárframlögum frá samtökum og einstaklingum, aðallega utan Líbanons. Haldin eru fjöldamörg námskeið þar sem konur fá tilsögn í margskonar greinum.
Ef menn vilja styðja þetta þarfa og nauðsynlega verk er hér reikningur sem menn geta lagt beint inn á:
Association Najdeh
302871 CC Arab Bank, Swift Code ARABLBBX, Ras Beirut, Lebanon

Munið að allar upphæðir skipta máli og koma að gagni og renna rakleitt til þessa starfs.