BOÐAÐ TIL HAUSTFUNDAR VIMA

Þá hefur stjórn VIMA komið saman og ákveðið haustfund félagsins. Hann verður laugardag 9.október n.k. í Kornhlöðunni við Bankastræti kl 14.
Á dagskrá fundarins verður
1. Lögð fram drög að dagskrá að ferð Mahers Hafez til Íslands í boði VIMA næsta sumar. Ragnheiður Gyða og Guðlaug Pé kynna það
2.Jóhanna Kristjónsdóttir les upp úr rétt óútkominni bók sinni Arabíukonur.
Rabb og spjall yfir kaffi og kökum.
Einnig liggja fram nákvæmar áætlanir yfir vorferðir VIMA en þær eru óðum að fyllast.

Næstu daga verður svo sent fundarboð til þeirra sem ekki eru með imeil en þið eruð beðin að láta þetta ganga óspart því ugglaust fýsir ýmsa að koma á fundinn og gerast félagar.
Félagsgjaldið 2 þúsund kr. má borga á fundinum, svo og verður kannað hverjir vilja taka þátt í að bjóða Maher okkar eins og samþykkt var í aprílferðinni til Sýrlands og Líbanons. Þeir sem það vilja leggja fram aðrar 2 þúsund kr. Þetta verður einnig innheimt gegnum netið eða sendur giróseðill.
Nánari tilkynning um bankareikning VIMA verður send út á þriðjudag hér á síðunni.
Mér væri sömuleiðis þökk í því ef menn vildu senda mér línu um hvort þeir eru með í Maherboðinu.
Látið frá ykkur heyra og sjáumst altjent spræk og kát á Kornhlöðuloftinu laugardaginn 9.okt.