Vid erum aftur i Damaskus i blidu og saelu

Vid komum siddegis i gaer fra Aleppo. A leidinni gerdum vid langan stans i Krak de Chevaliers sem er hvad glaesilegastur kastala fra timum krossfaranna a svaedinu og fannst monnum mikid til um gjord kastalans. Vid bordudum hunganssitronukjukling i bodi Jasmin ferdaskrifstofunnar sem ser um okkur her i veitingahusi rett hja kastalanum og heilsudum thar upp a einstakan naunga sem er thar tjonn og einhver mesti fagmadur sem madur ser i theirri stett auk thess ad vera litrikur og skemmtilegur naungi. Hann bad ad heilsa fyrri hopum og hlakkar ad hitta thann naesta.
Folk undi ser vel i Aleppo. Fyrri daginn thar var Tjodminjasafnid skodad, gaegst inn a markadinn og svo keyrt ut fyrir Aleppo ut til rusta hinnar fraegu simonarkirkju thar sem vid ihugudum sogu thess naunga. Seinni daginn skodudum vid Arabakastalann sem gnaefir yfir borgina og ad svo bunu var tekid til ospilltra malanna a markadinum sem er hinn staersti i landinu. Thar gerdu allir hin stormerkilegustu kaup. Nokkrir skruppu i armenska hverfid og kl 4 um eftirmiddaginn for meirihluti i tyrkneskt bad og kom endurnaerdur thadan.
Eg held ad allir hafi verid anaegdir med Aleppo og almennt er anaegja rikjandi. Einhver pest er ad ganga i hopnum, enginn hefur tho fengid matareitrun eda nokkud sem astaeda er til ad gera mikid mal ur og enda nog af magatoflum i pussi fararstjorans.
I dag sveima menn um Damaskus og skoda sig um og a morgun forum vid i Tjodminjasafnid her og siddegis a hakavati sem er arabisk sogustund og svo lobbum vid thadan a Omijadveitingahusid, bordum godan mat og horfum a darvisjdansa.
Allir eru i godu skapi og bidja fyrir kvedjur heim.