Alls konar smámolar og gúmmulaði
Minni vitaskuld Egyptalandsfara á fundinn 23.október kl 14 í gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu. Athugið ennfremur að ég þarf ekki vegabréfsupplýsingar frá þeim sem hafa ferðast með VIMA félögum í öðrum ferðum.
Það er nauðsynlegt að menn greiði þá staðfestingargjaldið vegna ferðarinnar. Fimmtán þúsund krónur. Ef menn vilja geta þeir einnig lagt það inn á reikninginn
1151 15 550908. kt. mín er eins og alkunna er 1402403979.
Dagsetningar vegna Jemen/Jórdaníu flögra duggulítið til og frá en mér sýnist þátttaka nást og er það vel. Ferðin er fyrirhuguð fyrstu dagana í maí en smávegis möndl með tengiflugin og þess háttar skemmtilegheit. Síðasti staðfestingardagur er 25.nóv. og 1.-10 des. greiðist staðfestingargjaldið, 15 þús. kr.
Líbanon/Sýrland í apríl, dagana 8.-23. apríl. Það breytist ekki og vegna þess hve við erum orðnir kærkomnir og heimsfrægir gestir þar er gefið ögn meira svigrúm en menn þurfa samt sem áður að tilkynna sig í þá ferð ekki seinna en 20.nóv og staðfestingargjald greiðist 1.-10.des. 15 þús. kr.
Vil svo taka fram að það er hið mesta fagnaðarefni hvað menn hafa tekið við sér að greiða í Maher-sjóðinn. Sömuleiðis hafa margir þegar greitt félagsgjöld.
Vona að allir séu í góðum málum og vona að þið verðið dugleg að láta heyra frá ykkur.
<< Home