ARABÍUKONUR N'OVEMBERBÓK MÁLS OG MENNINGAR

Mér til óblandinnar kæti hefur Mál og menning sem gefur út bókina mína Arabíukonur- samfundir í fjórum löndum ákveðið að hún verði nóvemberbók og það þýðir að hún verður seld með töluverðum afslætti í nóvember.
Mikið væri nú gaman ef þið tækjuð saman höndum og þyrptust í bókabúðir og fengjuð ykkur eintak.
Þarna segir frá konum í Sýrlandi, Egyptalandi, Óman og Jemen og raunar komið víðar við.