ARABÍUKONUR Í VERSLANIR EFTIR HELGINA

Ágætu félagar
Bókin mín Arabíukonur- samfundir í fjórum löndum, kemur í verslanir eftir helgina. Þar er sagt frá konum í Sýrlandi, Egyptalandi, Óman og Jemen og rætt við fjöldann allan af konum á ýmsum aldri og af öllum stéttum, allt frá lítilli sölukonu í Jemen og upp(?) í ráðherrakonu í Sýrlandi. Þarna segja konurnar af högum sínum, lýsa áhyggjum sínum og gleði og hugmyndum um Vesturlönd og svo framvegis. Þetta er held ég dálítið óvenjuleg bók og tekið þar á ýmsu sem að öllu jafnaði er ekki fyrirferðarmikið í fjölmiðlaumfjöllun um konur í þessum löndum. Ég held líka að það sé næsta öruggt að karlhöfundur hefði ekki fengið konurnar til að vera jafn opinskáar og þær eru flestar.
Nú sem ég skrifa þetta er ég með erfiðar hríðar og styn mikið því ég er að bíða eftir að fyrstu eintökin komi til mín. Það er merkileg tilfinning að fá nýja bók sína í hendur og ég vil náttúrlega absolútt deila þessum þjáningum/tilhlökkun með ykkur.
Vona að allir velviljaðir og áhugasamir þjóti í bókabúðirnar eftir helgi og kaupi!
Insjallah- ef guð lofar.