Fundur með Egyptalandsförum - þrjú pláss laus
Fundurinn með Egyptalandsförum um páskana tókst ágætlega. Var haldinn í gamla stýrimannaskólanum við Öldugötu í gær, laugardag og mættu þar flestir þátttakenda eða sendu sína fulltrúa. Farið yfir áætlunina og skrafað fram og aftur og fróðleiknum skolað niður með sterku kaffi, döðlum og rúsínum.
Þetta virðist vera hinn mesti prýðishópur og hlakkar til.
Ég bendi þó á að enn eru þrjú eða fjögur pláss laus vegna forfalla af persónulegum ástæðum og ættu menn að ákveða sig snarlega og hafa samband því ferðaskrifstofan Hamis í Egyptalandi sem sér um hópinn þarf að hafa allt á hreinu þar sem gestkvæmt er um páska í landinu.
Vegna olíuverðshækkana að undanförnu er flugmiðaverð duggulítið á reiki en ég hef reynt að áætla sirka og svona hér um bil og því vona ég að verðið sem upp er gefið haldist.
En finnið sem sagt þrjá fjóra og þá erum við í góðum málum.
<< Home