FUNDUR UM EGYPTALANDSFERÐ 23.OKTÓBER
Við þurfum einlægt að halda fundi, nú stendur fyrir dyrum gleðilegur fundur um Egyptalandsferðina. Hann verður haldinn í gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu laugardag 23.október kl. 14. Þátttakendur sem hafa staðfest sig svo og aðrir volgir eru beðnir að mæta.
Þar deili ég út pottþéttum áætlunum, upplýsingum um hótelin sem við verðum á, svo og hvernig ferðin skal greidd. Kaffisopi eða te og kannski döðlur og rúsínur með.
Vonast til að sjá sem allra flest ykkar þar. Mér kæmi ákaflega vel að vita sirka hvað margir mæta. Þakksamlega þegið að fá upplýsingar þar um.
Stundvíslega því við höfum húsnæðið aðeins í klukkustund.
Sjáumst Egyptalandsfarar 23.okt kl 14.
<< Home