FUNDUR UM LÍBANONS OG SÝRLANDSFERÐINA Í VOR

Áður en menn steypa sér á kaf í jólakökubakstur, tiltekt og allt sem því fylgir væri ráð að efna til fundar með áhugasömum Líbanons og Sýrlandsförum.

Hann verður 13.nóvember kl 14 eh. í gamla stýrimannaskólanum við Öldugötu(fyrir enda Stýrimannastígs). Mæta stundvíslega vinsamlegast.

Þar verður farið yfir áætlunina en einnig verða til sýnis ýms konar góðir og fallegir munir frá þessum löndum, damaskdúkar og teppi og alls konar freistandi gripir.

Svo má ekki gleyma að ég luma á fáeinum sýrlenskum smákökum og við drekkum kaffi eða te og skröfum saman.

Það er sjálfsagt að taka fram að fleiri eru velkomnir á fundinn en þeir sem eru þegar búnir að ákveða sig. Aftur á móti væri kærkomið ef menn létu mig vita sem allra fyrst hvort þeir hyggjast mæta. Vonast því til að heyra frá sem flestum og sem fyrst.