GLEÐITÍÐINDI FYRIR ÁHUGASAMA UM JEMEN/JÓRDAN'IUFERÐ

Það er með hinni mestu kæti að ég get nú tilkynnt áhugasömum VIMA félögum um ferðina til Jemen og Jórdaníu næsta vor að eftir líflegar samningaviðræður og áköf skoðanaskipti mín og ferðaskrifstofanna í Jemen og Jórdaníu sem annast hópinn, hefur verið fallist á eftirfarandi:

Flugferð innan Jemens 220 dollarar eru innifaldir í heildarverði
Kvöldverður í Jórdaníu 22 dollarar síðasta kvöldið í Amman er innifalið.
Auk þess hafði áður tekist að fá bætt við degi í Jórdaníu án þess að verð hækkaði.
Sömuleiðis hafði ferðaskrifstofan fallist á að ferðin inn í Wadi Rum þann magnaða stað yrði innifalin.

Þannig að heildarverðið helst hið sama 235 þúsund og er gott til þess að vita að þá geta menn notað þennan "gróða" til að kaupa enn meira.
Dagsetningar á ferðinni eru ekki staðfestar en mjög trúlegt að reikna megi með 1.-19.maí. Það ætti að skýrast innan tíðar.

Ég hef áður tekið fram að í Jemen/Jórdaníuferðir er fjöldi takmarkaður og getur ekki farið yfir tuttugu manns. Svo nú ættu menn að vippa sér í að staðfesta sig ef þeir hafa ekki þegar gert það.