Haustfundur VIMA tókst öldungis frábærlega/ Og aðrar upplýsingar af ýmsu tagi

Haustfundur VIMA-Vináttu og menningarélag Miðausturlanda í Kornhlöðunni í gær, laugardag lukkaðist afskaplega vel. Aðsókn var mikil og yfir fimmtíu skrifuðu í gestabók en hátt í sextíu munu hafa verið á fundinum. Urðu fagnaðarfundir gamalla ferðafélaga.
Ragnheiður Gyða og Guðlaug Pé kynntu drög að hugmyndum um dagskrá Maher-heimsóknar næsta sumar. Ýmsar tillögur komu til viðbótar, margir buðu sig fram til að bjóða Maher í ferðir og var auðheyrt að allir vildu taka hið besta á móti honum. Hvatt er til að menn hafi samband annað hvort hér á síðunni eða hafi samband við aðra stjórnarfélaga
Eddu Ragnarsd. varaformann eddar@simi.is
Guðlaug Pétursd. gjaldkeri gudlaug.petursdottir@or.is
Ragnheiður Gyða Jónsdóttir, rgj@dv.is
og Birgi K Johnsson, bkj@isl.is
ef þeir hafa tillögur eða hugmyndir.
JK las síðan úr Arabíukonur og sagði frá Sölmu, hjartalækni í Óman og Fatímu, 14 ára kaupkonu í Jemen og mæltist lesturinn ágætlega fyrir.
Síðan streymdu menn í kaffi og súkkulaðköku og síðan til Gullu að borga félagsgjöld og nokkrir greiddu sömuleiðis í Maher-sjóð.
Númerin eru birt hér aftur til glöggvunar því fjöldi félaga á enn eftir að greiða félagsgjöld og allnokkrir- og eiginlega furðu margir - hafa ekki borgað á Maherreikning þó þeim sé virktavel þakkað sem þegar hafa gert það.

Félagsgjöld greiðist í VIMA kt. 441004-2220 og reikningsnúmer er 1151-26-002443

Mahersjóður er 1147-05-401402
og kt. 140240 3979

MUNIÐ AÐ LÁTA KENNITÖLU YKKAR FYLGJA svo allt sé nú í lagi. VIMA er ekki gróðafyrirtæki en við þurfum að borga sal vegna funda, svo og póstburðargjöld, pappír og ljósritun og þess háttar og því sérstaklega vel þegið að menn séu snarir í snúningum.

Þá lágu frammi ferðaáætlanir fyrir næstu þrjár ferðir sem eru ákveðnar. Fundir um þær verða haldnir seinna og munu Egyptalandsfarar hittast 23.okt. í gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu kl 14. Menn eru beðnir að mæta stundvíslega. Þar verða afhent öll helstu plögg sem tilbúin eru, svo sem upplýsingar um hótel, nákvæmt verð osfrv.

Loks má svo geta að áskrifendur að Arabíukonum sem kemur út á næstunni eru orðnir æði margir en ég tek þó niður á biðlista ef einhverjir vilja bætast í hópinn.
Læt vita á hvaða reikning áskrifendur eiga að borga þegar þar að kemur.

Næsti almenni fundur VIMA verður svo seinni partinn í janúar og vonast stjórnin til að sjá þar vel mætt og fagurlega eins og á fundinum í dag. Allmargir tóku áætlanir og nokkrir skráðu sig í ferðir og ættu að drífa í því. Reglur varðandi hópferðir eru orðnar strangari og nauðsynlegt að staðfestingjargjald fyrir Egyptalandsferð sé greitt fyrir miðjan nóvember. Upplýsingar um hinar ferðirnar þ.e. Sýrland/Líbanon og Jemen/Jórdaníu verða birtar hér áður en langt um líður.
Verulegur áhugi er á ferðunum meðal þátttakenda í námskeiði JK um menningarheim araba sem nú stendur yfir hjá Mími-símennt og er því óákveðnum VIMA félögum ekki til setunnar boðið og ættu að tilkynna sig hið allra fyrsta.

Takk fyrir fundinn. Okkur stjórnarfólki fannst hann prýðilegur og vonandi að þið hafið skemmt ykkur dável líka.