MAHER MÁL TÓKU ALLGÓÐAN KIPP
Frá því er gleðilegt að segja að greiðslur inn á Maher reikninginn tóku ágætan kipp eftir að hnippt var í liðsmenn í vikunni. En hafa ber í huga að allnokkrir sem ég reikna með að vilji vera með hafa ekki imeil og væri þá elskulegt ef menn létu þetta berast til þeirra.
Hlutföllin innan hópanna hafa ekki breyst að ráði frá því ég gerði síðast óvísindalega könnun mína. Þó hefur aprílhópur 2004 fjörgast nokkuð en september 2003 þarf að íhuga málin um mánaðamótin. Fyrsti hópurinn í apríl 2002 stendur upp úr og hópurinn nú í september hefur skilað sér eða svona allt að því.
Þakka fyrir það.
<< Home