Nú þurfa menn að gera upp hug sinn varðandi Sýrlands og Líbanonsferð
Jæja, kæru félagar. Nú þurfa menn að fara að gera upp hug sinn varðandi Sýrlands/Líbanonsferðina 8.-23.apríl. Stefni á að halda fund um ferðina um miðjan nóvember ef mögulegt er.Veit af mörgum sem hafa hug á ferðinni en hafa ekki ákveðið sig endanlega. Það er bráðnauðsynlegt að vera ekki að tvínóna við þetta.
Þið getið kíkt á planið sem er hér undir Sýrland/Líbanon og þar má meðal annars sjá að ferðin í vor verður að því leyti þægilegri en síðustu ferðir að við fljúgum frá Sýrlandi í stað þess að eyða tíma í að fara aftur yfir til Beirút. MALEV flugfélagið er svo ánægt með íslensku viðskiptavinina að það hefur góðfúslega leyft okkur að breyta áætluninni í þessa átt.
Í reynd þýðir þetta meiri tíma, bæði í Beirút og í Damaskus sem er hið jákvæðasta mál.
Vinsamlegast látið þetta ganga og kynnið síðuna meðal skemmtilegra vina og ættmenna.
Ég sé að aðsókn inn á síðuna er í góðu standi en mætti vera meiri. Þar sem ég get ekki auglýst hana sérstaklega af skiljanlegum ástæðum verð ég að treysta á að VIMA félagar láti hana hlaupa á harðaspretti milli ánægjulegs fólks.
<< Home