Nýjar upplýsingar um Egyptalandsferð
Ég hef sett smáviðbætur inn á áætlunina um Egyptaland sem ég bið ykkur að líta á. Þar er tekið fram að vinjabæjarferðin til Feyun verður val hvers og eins því einhverjir munu hafa áhuga á að skoða Kairó betur. Feyunferðin kostar um 30 evrur og telst hálfs dags ferð.
Þá hefur HAMIS ferðaskrifstofan sem sér um hópinn í Egyptalandi boðið til kvöldverðar 29.mars áður en farið er út á flugvöll og er hið besta mál.
Leiðréttingar -til lækkunar raunar- hafa verið gerðar á þjórfé til þarlendra bílstjóra og leiðsögumanna, sjá Egyptaland.
Spurt hefur verið um hvað kvöldverðir kosti dagana í Egyptalandi og auðvitað ekki hægt að svara því nema sirka. Um 8 evrur á mann býst ég við að væri nærri lagi.
Fljótlega eftir helgi verða settar inn lýsingar á hótelunum sem hópurinn dvelur á í ferðinni.
Að endingu: Fundur um ferðina með þátttakendum verður ákveðinn fljótlega.
Loks bið ég svo um vegabréfsupplýsingar- sjá Egyptaland. Þeir sem hafa farið í fyrri VIMA ferðir og eru með sín vegabréf í gildi þurfa ekki að senda mér þær.
<< Home