Íransferð í september - óráðin gáta/ Fleiri félaga elskurnar mínar

Það er kominn listi áhugasamra sem vill fara í ferð til Írans og Sýrlands í september 2005. Í augnablikinu er útlitið ekki mjög bjart á að af þessari ferð verði. Mjög trúlegt að verði að fresta henni þar til vorið 2006.
Þið skuluð fara inn á síðuna reglulega og fylgjast með. Enn er í deiglunni að ég fari í viku til Írans síðari hluta nóvember en samt er komið upp smádinglumdangl varðandi það sem gæti orðið til að ferðin frestaðist því ég vil alls ekki fara með hóp nema þekkja almennilega slóðina sem til stendur að fara.

Þá hvet ég ykkur til að útvega fleiri félaga í VIMA. Við viljum vera kröftugur félagsskapur því málstaðurinn er verðugur og með hverjum nýjum liðsmanni vex okkur ásmegin. Ekki spurning um það.
Þegar ég beindi þessum tilmælum til félaga fyrir nokkrum mánuðum brugðu ýmsir við skjótt og skráðu nýja inn. Nú er ráð að gera slíkt hið sama.

Þarf auðvitað ekki að taka fram að allir sem fara í ferðirnar skrá sig eða eru skráðir sjálfkrafa inn í félagið enda er mönnum ljóst að félagar hafa forgang í þær.