Samgönguráðuneyti hefur afgreitt með sóma og sann mál johannatravel
Mér hefur borist bréf frá Samgönguráðuneytinu þar sem fallist er á þær skýringar sem við höfum sett fram varðandi það að johannatravel er ekki ferðaskrifstofa. Það er gleðilegt og ber að þakka fyrir það. Ýms atriði í bréfinu eru verð allrar athugunar og sjálfsagt að kynna þau, félögum til glöggvunar svo ekkert fari milli mála.
Atriði úr bréfi ráðuneytisins sem á er bent verða sett hér inn á síðuna undir Hvað er VIMA um helgina, svo og verða ýmsir þættir þess einnig kynntir á janúarfundi félagsins.
Í þessu sambandi er líka ástæða til að þakka kærlega lögfræðilegum ráðgjafa félagsins fyrir drengilega aðstoð.
<< Home