TIL NÆSTU S'YRLANDSFARA OG ANNARRA LJ'UFLINGA

Eins og Sýrlands/Líbanonsfarar vita eru kvöldverðir í Líbanon ekki innifaldir og hefur svo verið nema síðasta kvöldið hefur verið innifalið. Nú hefur Halabi forstjóri Jasmin í Sýrlandi og Soheil, forstjóri Sunnyland í Beirút fallist á að tveir kvöldverðir verði innifaldir meðan við erum í Beirút og má þá eiginlega segja að allt sé innifalið nema drykkjupeningar til þarlendra leiðsögumanna og bílstjóra. Ég hef þegar vottað Halabi ánægju mína en allt tók þetta samningaþref drjúgan tíma því honum finnst - og mér raunar líka þótt ég orði það ekki við hann- ferðin á afar sanngjörnu verði.
Fundur með Líbanons og Sýrlandsförum verður í lok mánaðarins. Það eru enn laus pláss en þeim fer fækkandi. Hafið samband kærurnar mínar allar.