Um helmingur hefur greitt í Mahersjóð

Ástkæru félagar

Menn hafa verið harla glaðir að greiða í Mahersjóðinn og erum við í VIMA stjórn einkar kát yfir því. Einnig hafa félagsgjöld skilað sér bærilega.

Samt er nokkur athyglisverður munur á hópunum. Og af því ég hef gaman af því að gera lista sé ég að af fjórum hópum sem hafa kynnst Maher er töluverður munur á því hvað menn eru snöggir að greiða.

Fyrsti hópurinn í apríl 2002 hefur greitt vel og rösklega og sumir meira en beðið var um og takk fyrir það.
Annar hópurinn í sept 2003 mætti aðeins íhuga sinn gang.
Þriðji hópurinn í apríl 2004 er svona dálítið hipsumdips í þessu.
Fjórði hópurinn nú í sept 2004 hefur staðið sig með ágætum.

Upphæðin í Mahersjóðinn var 2 þús kr og ég birti enn og aftur reikningsnúmerið 1147 05 401402 og kt. mín 1402403979.
Ástæðan fyrir þessari blíðlegu ábendingu er að senn verður að ákveða hvort af þessu verður í alvöru. Auðvitað látum við ekki annað um okkur spyrjast. En einnig er heilmikil skriffinnska í málinu og þarf að senda plögg út til sönnunar því að Maher komi hingað sem gestur VIMA og áritun fáist greiðlega.
Þá er vert að þakka fyrir hversu margir hafa stungið að okkur hugmyndum um hvernig mætti gera heimsóknina sem fjölbreyttasta. Allt slíkt er vel þegið.