Arabíukonur komnar á sölulista---húrra! Herðum róðurinn
Sá í morgun að ARAB'IUKONUR er komin á lista yfir sölubækur, er í 3.sæti í sínum flokki og í 6. sæti yfir allar bækur. Mikið varð ég kát. Það skiptir mig prívat og persónulega svo afskaplega miklu máli að bókin komi við sem víðast og fólk kynni sér þennan heim og reyni jafnvel að skynja að hann er heillandi og gjöfull.
Ég er viss um að hluti velgengni bókarinnar er vegna þess hvað VIMA félagar hafa verið ötulir og jákvæðir. En hvernig væri að keppa að næsta sæti fyrir ofan eftir viku? Það væri nú meiriháttar fjör!
<< Home