ARABÍUKONUR PLUMA SIG VEL
Arabíukonum miðar svo til sóma er. Í síðustu söluviku héldu þær 1.sæti í sínum flokki og eru í 4. sæti yfir allar bækur. Það verður að teljast hið fegursta mál. Til stendur, skilst mér, að prenta næstu prentun nú í vikunni.
Það hafa sömuleiðis komið um hana jákvæðar umsagnir, svo sem í Mbl á föstudag, hjá RUV á fimmtudag og í síðustu viku í DV.
Þetta er því einkar ánægjulegt og flest kvöld er ég í upplestrum úr bókinni og nú á næstunni eru stundum tveir upplestrar á dag og einn daginn eru pantaðir þrír - sá fyrsti klukkan 8 um morguninn.
Ágætu félagar, höldum áfram herferðinni svo hún haldi sínu. Ákaflega vinsamleg og jákvæð bréf hafa borist frá mörgum og kærar þakkir fyrir það allt saman og ég met það mikils.
<< Home