Arabíukonur renna út - áskrifendur athugið
Það er skemmtilegt að Arabíukonur renna út. Bókabúðirnar hafa vart undan að fá sér nýjar birgðir. Gaman að þessu og kæti mín óskipt. Vonandi að þessi góði gangur haldist. Fróðlegt væri að heyra frá ykkur eftir að hafa lesið bókina, bæði þeir sem hafa farið í ferðalögin og svo hinn almenni lesandi sem þekkir lítið til þessa heims sem segir frá.
Þá vil ég benda á að allir áskrifendur utan þrír hafa nú gert upp sínar bækur og vona ég að þeir vindi sér í það því það er nokkur biðlisti. Ef ekki berst greiðsla fljótlega verð ég að sinna áhugasömu biðlistafólki eins og ljóst má vera.
Tæknistjórinn minn Elísabet Ronaldsdóttir ætlar að setja kápusíðuna inn á síðuna annað kvöld. Þetta er fín kápa og skemmtilega gerð og verður vonandi til prýði.
Látið svo ganga áfram upplýsingar um síðuna. Alúðlegast.
<< Home