Fundur um Sýrlands/Líbanonsferð á laugardag
Bendi ykkur á allra alúðlegast að fundur um næstu Sýrlands og Líbanonsferð verður nú á laugardaginn 13.nóv. í gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu. Kl 14 eh. Ferðin er fyrirhuguð dagana 8.-23 apríl næsta vor.
Þar förum við yfir áætlun, skoðum fallega muni og myndir frá þessum stöðum. Gæðum okkur á sýrlenskum smákökum og sötrum te eða kaffi og spjöllum. Verið svo væn að láta þetta ganga til þeirra sem hafa áhuga eða þeirra sem hafa ekki imeil og eru áhugasamir um fundinn.
Sjáumst á laugardaginn.
<< Home