INSJALLAH fyrir VIMA félaga
Hef fengið allnokkrar fyrirspurnir um hvort bókin mín Insjallah- á slóðum araba- sé fáanleg, en hún kom út fyrir þremur árum. Þar segir frá fyrstu tveimur vetrunum sem ég var við arabískunám, fyrst í Egyptalandi og svo í Sýrlandi.
Ég hef nú samið við Mál og menningu um að fá nokkrar Insjallah bækur á góðu verði og því bið ég þá VIMA félaga sem hafa áhuga á að eignast bókina að hafa samband hið snarasta.
Arabíukonur eru á sölulistanum og standa sig með ágætum. Í lista Morgunblaðsins sem tekur yfir nánast allar bókabúðir á landinu er hún aftur komin í 2.sæti og situr sem fastast í fyrsta sæti í sínum flokki.
Önnur prentun er nú hafin því sú fyrsta er þrotin. Veit þó ekki annað en flestar bókabúðir hafi enn eintök og ef ekki þá líða varla nema 2-3 dagar uns hún verður alls staðar fáanleg.
<< Home