Jemen/Jórdanía í maí - fundur eftir áramót
Nú fer smábökubaksturtíminn í hönd og allir búa sig undir jólastress. Þess vegna hef ég ákveðið að hafa ekki fund með Jemen/Jórdaníuförum fyrr en eftir áramót. Mun láta fólk vita um það með góðum fyrirvara.
Ferðin er 8.-25.maí og þátttaka í þann veginn að smella. Þar sem nokkrir eru ekki alveg ákveðnir get ég þó bætt 2-3 við á listann. Nauðsynlegt að heyra frá ykkur hið allra fyrsta.
Bendi allra alúðlegast á að þar sem Íransferðin færist til gætu sumir sem ætluðu til Írans um haustið notað tækifærið og skellt sér í vor til Jemen og Jórdaníu.
Athuga samt að ég get ekki tekið nema takmarkaðan fjölda í Jemenferðina og þess vegna þarf ég að fá ákveðin svör. Sæl öll að sinni.
<< Home