KEMST FATÍMA Í ÞÚLA Í NÁM MEÐ ÍSLENSKRI HJ'ALP?
Mér finnst gaman að segja frá því að sem fólk er nú að lesa Arabíukonur sendir mér góðar og jákvæðar umsagnir. Athygli margra hefur beinst að kaflanum um litlu kaupkonuna Fatímu 14 ára í Þúla í Jemen sem dreymir um að komast í framhaldsskóla. Kvennahópur einn hefur haft samband við mig og beðið mig að reyna að reikna út hvað þyrfti að leggja fram mánaðarlega svo draumur Fatímu yrði að veruleika.
Þetta kætti mig mjög og ég hef haft samband út til að leggja drög að þessu en þar sem ramadan, föstumánuðurinn er á síðustu viku og síðan tekur við hátíðin Id al fitr, býst ég ekki við að fá upplýsingar fyrr en að nokkrum tíma liðnum.
Fleiri hafa sömuleiðis stungið því að mér að þeir vildu leggja fram einhverja smáupphæð til handa Fatímu svo greinilegt er að menn lesa bókina af áhuga og forvitni.
Vildi bara segja ykkur frá þessu. Ef einhverjir bætast í hópinn með hugmyndir er þeim tekið fagnandi. En málið lítur að minnsta kosti vel út. Gleðilegt er það.
<< Home