Kápusíðan og smáupplýsingar um Arabíukonur á linknum Arabíukonur
Elísabet Ronaldsdóttir, tæknistjóri johannatravel, setti kápusíðuna af Arabíukonum inn í gærkvöldi. Þar skrifaði ég líka smáupplýsingar um bókina og vona þið kíkið á þetta til fróðleiks.
Það er augljóslega mikill áhugi á efninu: Bókin hefur runnið út eins og heitar lummur og gerir það vonandi áfram.
Áskrifendur hafa nú gert upp bókina, nema einn, og flestir fengið hana í hendur. Mál og menning hefur svo bókina á tilboði alla vega í nóvember svo hún er á góðu verði fyrir alla kaupendur.
Lestrar úr bókinni hafa verið pantaðir vítt og breitt í ýmsum félögum og það er afar skemmtilegt að lesa upp og svara síðan spurningum sem alltaf eru margar. Var t.d. í gær hjá ljómandi sætum körlum í Rótary Kópavogs og þeir voru einkar fróðleiksfúsir. Í kvöld fer ég svo og les upp hjá Kvenfélagi Hringsins.
Þó margir lestrar séu pantaðir er eitt og eitt kvöld/hádegi laust svo það er um að gera að hafa samband og ég kem þeysandi svo fremi ég get.
Farið endilega inn á tengilinn Arabíukonur. Látið kannski líka heyra frá ykkur ef og þegar þið hafið lesið bókina. Það er gott að heyra álit fólks og hvernig bókin virkar á fólk.
<< Home