Líbanons og Sýrlandsfarar vorsins hittust á dögunum
Líbanons og Sýrlandsfarar vorsins 2005 hittust eins og til stóð sl. laugardag. Fórum yfir ferðaáætlunina og spjölluðum og spurningar voru margar og góðar. Ágætis stemning og sýrlensku smákökurnar runnu ljúflega niður með kaffinu. Svo var til sýnis fallegur varningur frá þessum löndum, svo sem hinir frægu damaskdúkar og innlagðir munir sem Sýrlendingar eru frægir fyrir.
Þetta virtist prýðisgóður og sprækur hópur. Þess skal getið að enn get ég bætt við og nokkrir hafa ekki ákveðið sig. Líður að því að menn þurfa að gera það - stresslaust þó. Auk þess geta nokkir í viðbót komist í ferðina og ættu að láta í sér heyra.
<< Home