ÍRANSFERÐ LÍKLEGA FRESTAÐ TIL VORS 2006

Eftir öllum sólarmerkjum að dæma verður að fresta Íransferð til vors 2006. Til stóð að ég færi í viku til Írans en hef nú blásið það af og fer væntanlega í febrúar og skoða mig þá meira um en planað var í þessari skotferð núna.

Við mig hafði samband félagskona sem fer í Jemen/Jórdaníu ferðina í maí n.k. og hún var nýkomin frá Íran og gaf mér góðar upplýsingar. Mér fannst á henni að flugið yrði ekki jafn dýrt og ég hélt.

Ef við stoppum í Sýrlandi á heimleið gæti það hækkað flugmiða töluvert. Þessi ágæta kona stoppaði í 12 daga og að hennar dómi væri uppundir það nauðsynlegt að vera lengur og allt upp í 20 daga því margt væri að sjá. Hún lét ákaflega vel af viðmóti fólks og sagði það einstaklega vingjarnlegt og þægilegt.
Svo við stefnum sem sagt á vor 2006- ef guð lofar.